Í Up or Down byggið þið hækkandi og lækkandi röð spila, og reynið að setja eins mörg af sama lit í röðina og þið getið.
Til að stilla upp, þá stokkið þið spilin, gefið hverju ykkar þrjú spil á hendi, opnið sex spil og setjið í hring frá hæsta til lægsta, skiptið svo restinni af stokknum í tvennt, og setjið í miðjan hringinn með annan bunkann upp og hinn á grúfu. Stokkurinn er með spilum frá 1-126, þó að þú aðlagir stokkinn eftir fjölda leikmanna.
Þegar þú átt leik, þá setur þú spil af hendi á milli spila í hringnum, t.d. 37 á milli 34 og 52, og tekur svo annað spilanna sem þú settir þitt á milli, og setur það hjá þér, annað hvort sem nýja röð eða bætir því í röð sem þú varst þegar með. (Ef spilið þitt er lægra en lægsta talan eða hærra en sú hæsta, settu það á milli hæsta og lægsta spilsins, og taktu svo annað þeirra spila.)
Þú mátt hafa allt að þremur röðum hjá þér. Þegar þú setur annað spilið í röðina, þá þarftu að ákveða hvort þessi röð sé að hækka eða lækka, og raðar spilum eftir það samkvæmt því. Ef þú getur ekki eða vilt ekki setja spil í röð, þá máttu taka eina af röðunum þínum, snúa henni á hvolf, og byrja á nýrri röð með spilinu sem þú ert með. Til að ljúka umferðinni, þá dregur þú spil úr öðrum bunkanum í hringnum.
Þegar öll spilin í spilinu eru búin, þá skorið þið fyrir raðirnar ykkar. Fyrir hverja röð, þá margfaldið þið fjölda spila í röðinni með fjölda spila í algengasta litnum í þeirri röð. Fyrir hvert spil í frákastinu ykkar skorið þið 1 stig. Það ykkar sem fékk flest stig sigrar.








Umsagnir
Engar umsagnir komnar