Vegas Strip er blekkingarspil þar sem þið lumið á upplýsingum um hvaða spilavíti eru spillt. Skiptist á að spila út veðmálsflísum (tveir tvistar, tveir fjarkar, ein fimma, ein sexa og ein sjöa) á eitt af spilavítunum.
Þegar þið skorið fyrir spillt spilavíti, þá fær það ykkar 10 stig sem bauð hæst (og hinir fá ekkert). Á óspilltu spilavíti TAPAR það ykkar sem bauð hæst, og allir hinir fá stig í samræmi við það sem þau buðu.
Þið getið ekki sett fleiri en tvær flísar á hvert spilavíti, og getið ekki sett hæstu flísina ykkar á spilavíti sem þið vitið að er spillt. Þessar hömlur hafa áhrif á mögueika ykkar til að blekkja, og neyða ykkur í efriðar aðstæður.
20 einstök spilavíti breyta spilinu í hvert skipti sem spilað er. Taktu sénsinn til að sigra með stæl!









Umsagnir
Engar umsagnir komnar