Víkingaskák (e. Viking Chess) er ný skákm eða nýtt manntafl, sem var fundið upp á Íslandi af Magnúsi Ólafssyni. Taflborð Víkingaskákar samanstendur af 85 sexstrendingum, sem skipað er í 9 raðir og eru í þremur litum.
Hvort lið samanstendur af 9 mönnum og 9 peðum. Hvort lið hefur sinn lit. Nöfn taflmanna eru hin sömu og í hinni klassísku skák, og níundi maðurinn heitir Víkingur.
Manngangurinn er mjög líkur manngangi hinnar klassísku skákar og er auðlærður. Aðeins manngangur Víkingsins er nýr.
Með skákinni fylgja bæklingar á ensku og íslensku þar sem farið er nánar í smáatriði Víkingaskákar, og mannganginn.









Umsagnir
Engar umsagnir komnar