Í júní árið 1972, eru fimm menn handteknir í Watergate byggingunni í Washington. Það sem í fyrstu lítur út fyrir að vera heldur slöpp tilraun til að brjótast inn í höfuðstöðvar Demókrata vekur áhuga blaðamannana Bob Woodward og Carl Bernstein hjá The Washington Post. Á næstu tveimur árum uppgötva þeir að mönnunum fimm var stýrt innan úr Hvíta húsinu með það að markmiði að njósna um pólitíska andstæðinga. Þetta olli því að árið 1974 sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna Richard Nixon af sér til að forðast að vera kærður fyrir valdníðslu.
Þetta spil sem fjallar um Watergate-málið alræmda, þar sem annar leikmaðurinn er Nixon stjórnin og reynir að komast hjá því að segja af sér áður en leiknum lýkur. Hinn leikmaðurinn er í hlutverki The Washington Post og reynir að sýna fram á tengsl Nixon við uppljóstrara sína.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2021 MinD-Spielepreis 2 Players Game – Tilnefning
- 2021 Gra Roku Best Two Player Game – Sigurvegari
- 2020 Origins Awards Best Historical Game – Tilnefning
- 2020 MinD-Spielepreis 2 Players Game – Tilnefning
- 2020 Fairplay À la carte – Annað sætið
- 2019 Meeples’ Choice – Tilnefning
- 2019 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Sigurvegari
- 2019 Cardboard Republic Striker Laurel – Sigurvegari
- 2019 Board Game Quest Awards Game of the Year – Tilnefning
- 2019 Board Game Quest Awards Best Two Player Game – Sigurvegari
Umsagnir
Engar umsagnir komnar