Í dag hefjum við Stjörnuleik Spilavina, verðlaunaleik þar sem þið gefið spilum lýsandi og heiðarlega stjörnudóma, og við gefum einhverju ykkar 20.000 króna gjafabréf í Spilavinum!
Finnið spil á vefnum okkar sem ykkur finnst skemmtilegt, skrifið umsögn og gefið stjörnur. Þannig er einn dómur kominn í hús.
Reglurnar eru einfaldar. Þið megið skrifa eins marga dóma og þið viljið. Hver dómur er einn miði í þessu skemmtilega happdrætti. Eina sem við biðjum um er að dómurinn sé hjálplegur öðrum spilurum, svo þau átti sig betur á hvort spilið henti þeim eða ekki. Hvað er það sem ykkur líkar til dæmis best við spilið? Hvaða spili líkist það? Svoleiðis pælingar.
Við drögum úr öllum stjörnudómum sem gerðir eru frá og með deginum í dag og fram á næsta laugardag, 7. nóvember. Sunnudaginn 8. nóvember drögum við svo einn heppinn stjörnugjafa sem fær 20.000 króna gjafabréf í verðlaun.
[Viðbót, skrifuð 9. nóvember]
Við erum búin að draga vinningshafa í stjörnuleiknum okkar. Það bárust alls 899 umsagnir, og hafa aldrei fleiri borist í þessum leik! Til að velja vinningshafann fengum við Google til að velja fyrir okkur tölu af handahófi.
Vinningshafinn er Þorsteinn Atli Kristjánsson, og fær hann að launum 20.000 króna gjafabréf í Spilavinum.
Um leið og við óskum Þorsteini til hamingju með sigurinn, þá viljum við líka þakka ykkur öllum sem tókuð þátt í að auðga vefinn okkar með umsögnum, og hjálpa þannig öðrum að finna spil sem hentar þeim.
Just One er frábært fjölskylduspil og vekur hlátur og gleði. Hentar ca 10 ára og uppúr
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
Pandemic er spil fyrir alla fjölskylduna eða vinina til að vinna saman og sigra vágestinn. Mæli þó með fyrir 12 ára plús
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
First Orchard er skemmtilegt fyrsta spilið barnsins þar sem við vinnum saman að reyna vinna krummann 🙂
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
Codenames Pictures.
Skemmtilegt spil fyrir fjölskylduna (10+) og partýið sem allir ættu að eiga.
Tvö lið ,bláa og rauða,með tvemur eða fleirum í hverju liði keppist við að klára litaspil sem er í lit liðsins til að vinna. Hvert lið hefur einn spyril sem fær sérstakt spjald með uppröðun á myndunum sem hann þarf að tengja saman með einu orði. Myndaspilin eru löggð á borðið og hvert myndaspil hefur nokkrar myndir blandaðar í eina. Vanda þarf orðið vel svo liðið þitt velji rétt og ef giskað er rétt er myndin á borðinu hulin með spjaldi í lit liðsins. Ef liðið þitt velur rangt spil, spil sem er af lit andstæðingsins er hitt liðið búið að græða. Í spilinu eru einnig nokkur hlutlaus spil og eitt svart. Heppnin er þó með liðinu að lenda á hlutlausu því þá ertu ekki að hjálpa andstæðingnum en ef þú velur óvart svartan þá er leiknum lokið og þitt lið tapar. Það lið sem nær að klára öll litaspjöldin sín án þess að lenda á svörtu, vinnur.
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
Catan er frábært fjölskylduspil og skemmtilegast er að spila með riddurum og sæförum með. Við notum reyndar líka fiskimiðin sem eru í fjórðu viðbótinni.
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
Partnes , þetta er með því skemmtilegasta spili sem ég hef spilað
Enda búin að kaupa tvö , fyrsta er útspilað
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
Las Vegas er skemmtilegt fjölskylduspil sem allir hafa gaman að. Allir á mínu heimili elska að spila það og það er keppnis
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
Væri geggjað að vinna Útvegsspilið man þegar maður fór austur á firði á sumrin þegar maður var milli 10 – 14 og var að spila Útvegsspilið geggjað
Ekki skemmir að ég á afmæli 7. nóv
þegar dregið verður
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
Vá hvað það yrði geggjað að bjóða í spil um jólin
Þá er um að gera að taka þátt í leiknum með því að gefa spilum umsögn.
Bíð eftir samþykki 😉
Til að útskýra, þá er kerfið stillt þannig að fyrsti póstur fólks fer ekki beint inn, heldur þarf að samþykkja hann. Það geri ég nokkrum sinnum á dag. Það þýðir að það mun líða einhver tími frá því að fyrsti póstur er settur inn þar til hann birtist. Sérstaklega ef hann er settur inn seint að kvöldi.
Ticket to Ride – frábært spil, bæði fyrir t.d. par fyrir rólegt kósýkvöld eða fyrir stærri hópa í spilakvöld. Mjög einfalt að læra, en reynir líka á hugann. Mæli 1000% með.
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
Ég gleymdi að slramig inn áður en ég byrjaði að gefa umfjöllun. Þarf ég þá að byrja aftur eða er bara dregið eftir nafni og emaili sem er skráð í kommentið
Vefkerfið tengdi þig við netfangið, svo það lítur allt vel út mín megin. Fínir dómar 🙂
Ticket to Ride er spil sem er mjög skemmtilegt og ég gæti vel hugsað mér að eignast það
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.
Las Vegas. Prófaði það með vinkonu og dóttur hennar. Við urðum að eignast það. Skemmtilegt fyrir eldri krakka og fullorðna. Ekki of flókið.
Athugaðu að þú þarft að setja umsögnina hjá viðeigandi spili.