Kynnið börnin fyrir dýrunum í sveitinni og hljóðunum sem þau gefa frá sér með þessum stóru myndaspjöldum. Skemmtilegt og lærdómsríkt sett með 12 stórum spjöldum sem eru fullkomin fyrir börn allt frá 9 mánaða aldri.
Byrjið með því að hjálpa börnunum að þekkja dýrin og hljóðin sem þau búa til, með algengum dýrum eins og öndum, kindum, músum og svínum. Með aldrinum er hægt að byrja að nota spjöldin sem samstæðuspil, til að þjálfa minni, að þekkja dýrin, og að læra að spila (skiptast á, bíða eftir hinum, og þess háttar).
Fullkomið til að leggja inn fyrstu þekkinguna, og er líka með 8 blaðsíðna bæklingi (á ensku) með leiðbeiningum um hvernig er hægt að nota spjöldin á fleiri vegu.
Inniheldur 24 spjöld (2 af hverju dýri).








Umsagnir
Engar umsagnir komnar