Arcs er taktísk geimópera sem gerist í dimmum og kjánalegum heimi. Þið eruð fulltrúar heimsveldis sem er fjarlægt og er að fjara út, og hafið tækifæri til að ná völdum, hvort sem er með bardaga, ná sjaldgæfum afurðum eða með diplómatískri kænsku. Undirbúið ykkur undir dramatísk augnablik og vendingar og dýfið ykkur í baráttuna.
Spilastokkur með 4 sortum sem eru með tölur frá 1-7 (2-6 þegar leikmenn eru færri en 4) og stjórna valkerfinu. Þessi spil eru notuð í kerfi sem minnir á slagi (e. trick-taking) til að velja aðgerðir, taka frumkvæðið og lýsa yfir Metnaði, sem hefur áhrif á stigatalningu í þeirri gjöf. Tímasetning skiptir öllu máli. Lélegri hönd þarf að fylgja eftir með ígrunduðu vali á spilum og að reyna að græða á annarra manna spilum.
Bardagar eru leystir hratt og árásaraðilinn fær að velja áhættuna sem hann tekur. Sá sem ráðist er á þarf að vera undirbúinn með nægilegum vörnum og spilum í töflunni sinni (e. tableau).
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2024 Origins Awards Best Heavy Strategy Game – Tilnefning
- 2024 Golden Geek Most Innovative Board Game – Sigurvegari
- 2024 Golden Geek Heavy Game of the Year – Tilnefning
- 2024 Golden Geek Best Wargame – Sigurvegari
- 2024 Golden Geek Best Thematic Board Game – Tilnefning
- 2024 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation – Tilnefning
- 2024 Board Game Quest Awards Game of the Year – Tilnefning












Umsagnir
Engar umsagnir komnar