Þú ert leiðtogi einnar af 7 fræknustu borgum fornaldar. Safnaðu aðföngum, þróaðu verslunarleiðir, og styrktu hernaðarmátt þinn. Byggðu borgina þína og reistu undur sem standast tímans tönn.
Spilið á sér stað í þremur öldum. Á hverri öld fá leikmenn sjö spil úr ákveðnum stokki, velja eitt þessara spila og láta restina ganga áfram til næsta leikmanns. Leikmenn sýna svo spilin sín samtímis, borga fyrir það sem þarf eða fá aðföngin, eða eiga samskipti við aðra leikmenn á mismunandi vegu. (Hver leikmaður er með sitt leikborð sem er með sérstökum bónus, þar sem spilunum þeirra er raðað upp). Hver leikmaður velur sér spil úr stokknum sem þeim var rétt, og svona heldur það áfram þar til allir hafa valið sex spil úr þessari öld. Eftir þrjár aldir lýkur spilinu.
Í grunninn snýst spilið um að þróa spilin sín. Sum spil hafa eiginleika sem nýtist strax, á meðan önnur gefa bónusa og uppfærslur seinna í spilinu. Sum spil gefa afslátt af kaupum í framtíðinni. Sum gefa hernaðarmátt, og önnur ekkert nema stig. Hverju spili er spilað út um leið og það er valið, svo þú sérð alltaf hvaða spilum nágrannar þínir eru að safna.
Þetta er önnur útgáfa af spilinu. Hér er búið að uppfæra merkingar á spilinum til að auðvelda fólki að skilja spilið, og svo þau raðist betur. Reglurnar hafa líka verið endurskrifaðar til að auðvelda fólki að læra spilið, og aukablaðið sem útskýrir táknin hefur líka verið einfaldað. Að lokum hafa eitt eða tvö spil verið færð úr einni öld í aðra til að stilla spilið af. Í stuttu máli, þá er ekkert sem kallar á að maður uppfæri — nema að þetta er gullfallegt eintak með málmfólíum og fallegri myndum.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2013 2013 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
- 2012 Ludoteca Ideale – Sigurvegari
- 2011/2012 Boardgames Australia Awards Best International Game – Tilnefning
- 2011 Vuoden Peli Adult Game of the Year – Sigurvegari
- 2011 Spiel des Jahres Kennerspiel des Jahres – Sigurvegari
- 2011 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
- 2011 Lys Passioné – Sigurvegari
- 2011 Lucca Games Best Boardgame – Sigurvegari
- 2011 Juego del Año Tico – Sigurvegari
- 2011 JoTa Best Light Board Game – Tilnefning
- 2011 JoTa Best Light Board Game Critic Award
- 2011 JoTa Best Light Board Game Audience Award
- 2011 JoTa Best Card Game – Tilnefning
- 2011 JoTa Best Card Game Critic Award
- 2011 JoTa Best Card Game Audience Award
- 2011 JoTa Best Artwork – Tilnefning
- 2011 JoTa Best Artwork Critic Award
- 2011 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Sigurvegari
- 2011 International Gamers Award – General Strategy: Multi-player – Sigurvegari
- 2011 Hra roku – Sigurvegari
- 2011 Guldbrikken Best Adult Game – Sigurvegari
- 2011 Gra Roku Game of the Year – Tilnefning
- 2011 Gouden Ludo – Sigurvegari
- 2011 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
- 2011 Golden Geek Best Strategy Board Game – Tilnefning
- 2011 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
- 2011 Golden Geek Best Family Board Game – Sigurvegari
- 2011 Golden Geek Best Card Game – Sigurvegari
- 2011 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
- 2011 Fairplay À la carte – Sigurvegari
- 2011 Deutscher Spiele Preis Best Family/Adult Game – Sigurvegari
- 2011 As d’Or – Jeu de l’Année Prix du Jury – Sigurvegari
- 2011 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
- 2010 Tric Trac d’Or
- 2010 Swiss Gamers Award – Sigurvegari
- 2010 Meeples’ Choice Award
Baldur –
Ókei, smá svindl, ég er bara búinn að spila fyrri útgáfuna en eftir því sem ég veit best er ekki mikill munur.
Þetta er besta spil sem ég hef nokkurn tímann spilað.
Það lítur dálítið ógnandi út fyrir þann sem er að spila í fyrsta skipti en þetta er raunar einfalt spil sem er fljótlegt að læra.
Spilið er nokkuð fljótlegt að spila, á kassanum stendur 30 mín, það er ekki fjarri lagi ef leikmennirnir eru vanir.
Spilið er fyrir 3-7 leikmenn og virkar mjög vel sama hversu margir eru.
Fyrir þá sem eru að spila í fyrsta í skipti er nokkuð auðvelt að spila og láta hlutina virka. Þegar maður er búinn að spila þónokkru sinnum er margt sem er hægt að skoða og velta fyrir sér. Í mínum eru margir mismunandi spilastílar og allir eiga möguleika á að vinna.
Þeir aukapakkar sem ég hef spilað falla allir vel í spilið og brjóta ekki jafnvægið. Spilastílarnir virka en þá allir og þeir verða jafnvel fleiri.
Tl;dr Þetta er magnað spil, get ekki mælt meira með fyrir alla sem hafa gaman að því að spila.
Aldís –
Uppáhalds spilið mitt, frábært í alla staði! Spila það oftast 3 manna en líka mjög skemmtilegt með stórum hóp.
Salóme –
Frábært spil í alla staði. Markmiðið er að byggja upp þitt fornsögulega veldi með hernaði, viðskiptum, uppbyggingu menntastofnana og bygginga. Þú stríðir og verslar við nærliggjandi veldi (aðra spilara), upp færir undrið þitt og safnar auðlindum á borð við timbur, stein, múr, papýrus og gler.
Þessi veldi fara síðan í gengum þrjár aldir þar sem íburðurinn vex með tímanum. Einstaklega skemmtilegt spil, svolítið ruglingslegt kannski í fyrstu en lærist fljótt og þá fer maður að geta skipulagt sína strategíu betur.
Ísak Jónsson –
Í þessu spili er eins og tekist hafi að taka tölvuleikinn Civilization og umbreyta í honum í frekar fljótlegt kortaspil. Það eru ýmsar kænskuleiðir mögulegar til að ná sigri og það tekur smá tíma að átta sig á þeim en það er fullkomlega þess virði. Eitt af mínum uppáhaldsspilum.
Sigríður –
Þetta spil kom skemmtilega á óvart. Virkaði í upphafi frekar flókið en eftir eitt spil ertu kominn á bragðið og getur ekki hætt.
Kristinn Pálsson –
Þessi nýja útgáfa er rosalega falleg! Þó er útlitið ekki allt.
Hver og einn er að byggja upp sína siðmenningu og því þarf bæði að hugsa fram í tímann fyrir sína borg sem og passa sig á mótspilurum. Nokkrar ólíkar leiðir til að vinna í stigasöfnun og því mikilvægt að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Kortin ganga í hringi milli spilara og því gera allir samtímis, gótt í stærri hóp (5-7). Þetta er umfangsmikið spil með góðri fyllingu sem samt er auðvelt að læra og kallar á mikla spilun. Enginn biðtími eftir umferðum sem oft drepur sambærileg spil.
Ekki láta útlit, myndir eða fjölda tákna fæla þig frá.
Eidur S. –
Með betri drafting leikjum. Í hverri umferð velja leikmenn sér eitt spil úr stokk og rétta svo stokkinn til næsta leikmanns þar til að engin spil eru eftir í stokkunum. Þegar þú velur spil getur þú reynt að byggja það ef að hinar byggingarnar þínar afla þér nóg af afurðum til þess. Þú getur keypt afurðir sem þig vantar einungis af þeim leikmönnum sem sitja við hliðina á þér og í lok hverrar umferðar ferðu einnig í stríð við aðeins þá tvo leikmenn. Það er sniðugt því þá þarf maður ekki endilega að pæla hvað allir sem eru að spila séu að gera, heldur bara sessunautar þínir.
Ég spila samt oftar tveggja manna útgáfuna, 7 Wonders: Duel, sem ég mæli einnig mikið með.