Í rólegu lífi í Ravenswood Bluff þorpinu gengur skratti á meðal ykkar. Í djöfulgangi þrumuveðurs, þegar klukkan er að slá miðnætti, bergmálar öskur sem nístir inn að beini. Þorpsbúar hlaupa út til að sjá hvað gengur á og finna sögumann þorpsins á klukkuturninum, á klukkunni, með vísinn í gegnum sig miðjan, og blóðið drjúpandi á hellurnar fyrir neðan
Djöfullinn er laus, í mannslíkama á daginn, og myrðir fólk á næturnar. Sumir hafa einhverja búta af upplýsingum. Aðrir hafa eiginleika sem gerir þeim kleift að berjast við hið illa eða vernda hina saklausu. En skrattinn og púkar hans dreifa lygum til að rugla og sá fræjum efasemda. Munu hinir góðu þorpsbúar púsla gátunni saman í tíma til að lífláta hinn sanna djöful og bjarga sjálfum sér? Eða mun illskan eignast þetta fyrrum friðsæla þorp?
Blood on the Clocktower er blekkingarspil þar sem þið eruð sett í andstæð lið hins góða og hins illa, með Sögumann sem heldur utan um aðgerðir og tekur mikilvægar ákvarðanir. Markmið spilsins er að draga réttar ályktanir og drepa djöflana áður en þeir verða fleiri en fólkið í bænum.
Á „daginn“ talið þið saman á opinn hátt, og hvíslið í laumi, til að skiptast á upplýsingum eða dreifa lygum, sem nær hámarki þegar einn leikmaður er líflátinn ef meirihlutinn grunar hann um að tilheyra hinu illa. Á „næturnar“ lokið þið augunum og eruð vakin eitt í einu þegar Sögumaðurinn er að safna upplýsingum, grallarast, eða drepa.
Sögumaðurinn notar íhluti spilsins til að leiða hverja spilun áfram, sem gefur öðrum tíma til að spila án þess að þurfa að sitja við borð. Leikmenn eru með í gegnum alla söguna, jafnvel þó persónan þeirra sé tekin af lífi, með því að spila áfram sem draugar sem reyna að knýja fram sigur handan grafarinnar. Jafnvel þó þú missir af byrjun spilsins er hægt að bæta þér í hópinn sem kraftmikill Ferðamaður með óvenjulega hæfileika og vafasamar tengingar. Hver persóna er með sinn eiginn eiginleika og engir tveir leikmenn eru nokkurn tímann sama persónan.
Blood on the Clocktower er stundum kallað Varúlfur á sterum. Ekki að ástæðulausu.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2022 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Medium Game of the Year – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Best Thematic Board Game – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Best Party Game – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation – Tilnefning
- 2022 Board Game Quest Awards Best Game from a Small Publisher – Tilnefning











Umsagnir
Engar umsagnir komnar