Hlutastarf þitt sem pizzasendill er frekar leiðinlegt — þar til í dag! Þú ert í þann mund að afhenda pizzu í einu frægasta kvikmyndaveri heims. Þau ættu að vera á fullu að taka upp næstu stóru jólamyndina, en þegar þú kemur þangað er allt yfirgefið og dimmt. Það er eitthvað mjög skrýtið á seyði. Hvar er fólkið á settinu? Já, og hvar er Hollywood stjarnan sem þig langaði svo að fá eiginhandaráritun frá? Allt sem þú sérð eru drungaleg fótspor í gervisnjónum sem liggja beint að gapandi holu í veggnum á stúdíóinu.
Hefur þú hugrekki til að elta slóðina og kafa í innviði stúdíósins? Þetta aðventudagatal er EXIT spil og ævintýri í einum pakka: Til að finna týndu stjörnuna þarftu að opna einn glugga á dagatalinu á hverjum degi. Á bak við hvern þeirra finnur þú spennandi nýja þraut, sem er með lausn sem hjálpar þér að opna næsta dag. Aðeins með því að elta vísbendingarnar og leysa allar 24 þrautirnar getur þú afhjúpað leyndarmálið og bjargað jólamyndinni.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar