L.L.A.M.A.

Rated 3.50 out of 5 based on 2 customer ratings
(2 umsagnir viðskiptavina)

2.950 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Reiner Knizia

Availability: Til í verslun

- +
Vörunúmer: SPSS2-19072 Flokkur: Merki: , , ,

spilavinir reglur a netinuEinfalt og létt spil sem var tilnefnt sem Spil ársins 2019 (Spiel des Jahres).

Í L.L.A.M.A. ert þú að reyna að losna við spilin þín af hendi eins hratt og þú getur, en þú dregur kannski ekki spilin sem þig vantar, svo ætlar þú að hætta og frysta höndina, eða halda í vonina og draga fleiri spil?

Hver leikmaður byrjar með sex spil á hendi; í stokknum eru lama spil og spil með tölum frá 1-6, átta af hverri tegund. Þegar þú átt leik, máttu spila út spili, draga spil á hendi, eða hætta. Þegar spili er spilað út, þá verður það að vera sama spil og er á borðinu, eða einum hærra. Ef sexa er á borði, þá máttu spila sexu eða llama, og ef llama er á borðinu, þá máttu spila llama eða ás. Ef þú hættir, þá setur þú restina af spilunum þínum á hvolf fyrir framan þig og ert ekki lengur með í þessari umferð.

Umferðinni lýkur þegar einn leikmaður spilar út síðasta spilinu sínu, eða allir leikmenn hafa hætt. Í hvoru tilfelli fá leikmenn stig byggð á spilunum sem þeir eiga eftir. Hver tegund af spili gefur þér jafn margar hvítar flísar (1 stig) og talan segir til um, en llama spil gefur þér svarta flís (10 stig).

Ef þú kláraðir öll spilin þín, þá máttu skila einni flís (hvítri eða svartri). Því næst er stokkað og gefið upp á nýtt.

Spilinu lýkur þegar einn leikmaður er kominn í 40 stig eða meira. Leikmaðurinn með fæst stig sigrar.

Fólk er ekki á einu máli með spilið. Hér neðst er gagnrýni úr sinni hvorri áttinni. En fyrst, verðlaunin.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2020 UK Games Expo Best Children’s Game – Tilnefning
  • 2020 UK Games Expo Best Children’s Game Judges Award – Sigurvegari
  • 2020 Gra Roku Best Party Game – Tilnefning
  • 2020 American Tabletop Early Gamers – Tilnefning
  • 2019 Spiel des Jahres – Tilnefning
  • 2019 Meeples Choice Award – Tilnefning
  • 2019 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Sigurvegari
  • 2019 Japan Boardgame Prize U-more Award – Sigurvegari
  • 2019 Golden Geek Best Card Game – Tilnefning
  • 2019 Fairplay À la carte – Annað sætið
Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

2 umsagnir um L.L.A.M.A.

  1. Einkunn 3 af 5

    Stefán Ingvar Vigfússon

    Aðeins of einfalt og eiginlega engin kænska í því, en mjög fínt í fjölskylduboð

  2. Einkunn 4 af 5

    Svanhildur

    Einfalt talna spil sem minnir mann á Uno en í LAMA er triggið að kunna að stoppa jafnvel áður en einhver er búin að vinna umferðina til að takmarka skaðann. Gott fjölskyldu spil, auðvelt að vera með ólíkan aldur að spila. Sjónskertir hafa átt gott með spilið líka þar sem spjöldin eru með stóru letri og litaskiptingu. Stutt, einfalt og auðvelt að kenna. Fínasta fjölskyldustund

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa