BarSvar

Við leggjum undir okkur efri hæðina og spilum BarSvar (einnig kallað Pub Quiz). Alls kyns spurningar úr öllum áttum, myndagátur og fleira. Spurningarnar á skjánum eru á ensku, til að erlendir gestir geti líka tekið þátt.

Svona er BarSvar spilað

Spyrillinn ber spurningar upp eina af annarri, og hvert lið skrifar svör sín á blað. Oft eru stutt hlé til að fólk geti fyllt á veigarnar, eða búið til pláss fyrir fleiri veigar. Þegar spurningunum er lokið, þá rennir spyrillinn yfir allar spurningar einu sinni enn. Svo eru svarblöðin látin ganga á næsta borð. Því næst eru svörin lesin upp og þátttakendur gefa nágrönnum sínum stig. Að lokum er svarblöðum skilað til réttra liða og úrslit fengin.

Barsvar fyrir fyrirtæki


Hægt er að fá spyril frá Spilavinum til ykkar, hitta ykkur í Spilavinum, eða jafnvel fá FjarSvar (PubQuiz yfir netið) ef vinnustaðurinn er dreifður.

Ertu að leita að BarSvari fyrir fyrirtæki? Þú færð meiri upplýsingar um það með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Karfa
;