Eitt stærsta spilasafn landsins

Í kjallaranum undir Spilavinum leynist eitt stærsta spilasafn landsins, fullt af spilum sem henta alls kyns spilurum. Hvort sem lítil fjölskylda kemur til að spila við börnin sín, vinahópurinn sem vill löng og þung spil, eða félagarnir sem vilja bara létt og góða skemmtun í spilaformi. Allt það og meira til er í boði í spilasafninu.

Spilasafnið er opið á sama tíma og verslunin (sjá neðst á vefnum).

Hægt er að versla drykki og ýmislegt smálegt til að njóta á meðan spilað er. Aðeins má njóta veitinga sem verslaðar eru á staðnum. Það má ekki koma með veitingar með sér.

Greitt er fyrir aðgang að spilasafninu samkvæmt verðskrá hverju sinni.

Spilasalur fyrir alls kyns spilahópa

Hægt er að velja um að spila uppi í kaffihúsinu, eða niðri í spilastofunum. Í kjallaranum undir Spilavinum er salur með fimm stofuborðum þar sem hvert borð er eins og lítil, kósí stofa. Hjá leiksvæðinu eru þrjú lítil borð sem henta best upp undir 4 manneskjum, en stærri borðin eru aðeins fjær leiksvæðinu og henta vel fyrir 6 manns.

Hægt er að kaupa aðgang að leiksvæðinu og spilasalnum á staðnum.

Karfa
;