Skoðað: 2
Í febrúar fá púsl sérstakan sess í Spilavinum en við höfum nú troðfyllt verslunina af allskonar skemmtilegum púsluspilum fyrir alla aldurshópa.

Allt frá litríkum og hrífandi barnapúslum og upp í krefjandi augnayndi sem þekja allt stofuborðið. Fyrir utan púsluspilin höfum við einnig til sölu nokkrar gerðir af púslmottum og töskum en með þeim er hægt að taka púslið auðveldlega saman eða jafnvel færa milli staða.

Já og svo er 20% afsláttur af öllum þessum púsluspilum út febrúar.