Takk fyrir daginn!

Skoðað: 0

Alþjóðlegi Spiladagurinn var haldinn hátíðlegur í Spilavinum á laugardaginn. Óhætt er að segja að dagurinn hafi heppnast vel, setið var og spilað á öllum borðum allan daginn og þeir allra hörðustu spiluðu fram á nótt. Að minnsta kosti 400 manns tóku í spil á einhverjum tímapunkti og nýja kaffivélin okkar var vígð. Nú er næsta verkefni að starfsfólk okkar hljóti almennilega þjálfun á hana og þá erum við komin með borðspilakaffihús.

Coconuts í fullum gangi
Coconuts í fullum gangi

Sigurður Steinar Gunnarsson vann Las Vegas mótið okkar en Las Vegas hefur verið með vinsælustu spilinum okkar undanfarin ár.

Tvö ný spil sem ekki enn eru komin út voru prufukeyrð og vöktu mikla lukku. Spyfall og Two Rooms And A Boom. Annars er ógerningur að nefna tölu á fjölda spila sem gripið var í en þau voru allt frá því að vera einföld kortaspil og upp í þung nokkurra klukkutíma borðspil.

Alchemist í spilun.
Alchemists í spilun.

Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Við skemmtum okkur konunglega við að kenna og sýna spil og sjá hversu vel fólk skemmti sér.

Spilavinir verða á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þangað mætum við með heilu kassana af spilum fyrir gesti og gangandi og gaman væri að sjá sem flesta þar.

Dixit
Dixit

Spilakveðjur

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;