Flóttaleikur

Flóttaleikur í Spilakaffi snýst ekki um að læsa ykkur inni í herbergi, heldur er lögð fyrir hópinn margslungin þraut inni í þraut inni í þraut, sem þið þurfið að leysa innan tímamarka. Leikurinn hefst á að þrautin er sett á borðið, formálinn kynntur, og svo er tíminn settur af stað!

Flóttaleikur er frábær skemmtun fyrir vinahópa, vinnustaði, fjölskyldur og félaga. Skemmtileg samvera dregur fram það besta í öllum, og býr til minningar sem endast.

Spilavinir og Spilakaffi eru í samvinnu við fyrirtækið Flóttaleik og bjóða upp á tvo mismunandi flóttaleiki.


Herbergi 745

Flóttaleikur: Herbergi 745. Tvær opnar töskur með dularfullu innihaldi.

Þið voruð stödd á röngum stað á röngum tíma, á vettvangi glæps í herbergi 745 á Grand Hotel, þegar maður kom að og sá ykkur. Morð var framið aðeins nokkrum klukkustundum áður og þið eruð núna grunuð um verknaðinn! Núna er lögreglan á leiðinni og búið er að loka hótelinu svo að þið komist ekki út. Eina leiðin er því að sanna sakleysi ykkar með því að finna hver hinn raunverulegi morðingi er áður en þið verðið ranglega handtekin fyrir glæpinn.

Lögreglan þarf að sinna einu brýnu erindi áður en hún kemst á vettvang, og hafið þið því 60 mínútur áður en hún kemur á staðinn, og ef hún kemur áður en hið sanna kemur í ljós, þá lendið þið í steininum.

Aldur: 15 ára og eldri (10-14 ára þurfa að spila með fullorðnum)
Fjöldi: 5-8 leikmenn
Verð: 4.000 kr. á mann
Spilatími: < 60 mín.
Erfiðleikastig: 4 / 5


Arfleifð Nicholas Flamel

Flóttaleikur: Arfleifð Nicholas Flamel. Kista með ótal lásum og skúffum.

Nicholas Flamel hefur fengið leið á því að lifa að eilífu, og honum finnst tímabært að einhver annar fái að njóta þess og hann vill gefa Viskusteininn sinn áfram. En þetta er ekki bara gjöf, heldur þurfa þær manneskjur sem fá arfleifð hans að sanna sig, því hann vill ekki gefa hverjum sem er sinn verðmætasta fjársjóð.

Getið þið sannað ykkur sem verðuga nýja eigendur eilífs lífs á aðeins 60 mínútum, leyst þrautirnar sem hann hefur lagt fyrir ykkur og endað með arfleið hans, sjálfan Viskusteininn?

Aldur: 15 ára og eldri (10-14 ára þurfa að spila með fullorðnum)
Fjöldi: 4-6 leikmenn
Verð: 4.000 kr. á mann
Spilatími: < 60 mín.
Erfiðleikastig: 3 / 5

Karfa
;