Flóttaleikur í Spilavinum

Skoðað: 16

Nú er hægt að panta flóttaleik í Spilakaffi! En flóttaleikur hjá okkur snýst ekki um að læsa ykkur inni í herbergi, heldur er lögð fyrir hópinn margslungin þraut inni í þraut inni í þraut, sem þið þurfið að leysa innan tímamarka. Leikurinn hefst á að þrautin er sett á borðið, formálinn kynntur, og svo er tíminn settur af stað!

Okkur er þetta kleift í samvinnu við fyrirtækið Flóttaleikur ehf. sem er rekið af fólki sem hefur ástríðu fyrir flóttaleikjum og hefur aflað sér mikillar þekkingar um þá, m.a. frá Lettlandi og Ungverjalandi.

Starfsmenn Spilakaffis og Spilavina sigurreifir með Viskusteininn.
Starfsmenn Spilakaffis og Spilavina sigurreifir með Viskusteininn.

Þau komu til okkar í heimsókn um daginn þegar enn var grímuskylda, og nokkrir starfsmenn fengu að prófa nýja flóttaleikinn þeirra, Arfleifð Nicholas Flamel. Skemmst er frá því að segja að allir skemmtu sér stórkostlega vel. Við vorum í efri mörkunum hvað varðar fjölda, en vorum dugleg að skipta á milli okkar verkum. Mikil almenn ánægja var með þrautina, og fólk vel peppað eftir á. Það tók okkur 45 mínútur að finna Viskusteininn.

Flóttaleikur er frábær skemmtun, og mjög góð leið til að hrista hópa saman. Hvort sem þið eruð vinnufélagar, vinir eða fjölskylda, þá er flóttaleikur fullkomin fjölskylduskemmtun, mjög góð leið til að kynnast fólki betur og takast á við áhugavert verkefni saman.

Eftir flóttaleikinn er tilvalið að setjast á Spilakaffi og fá sér eitthvað gott að drekka og borða. Eins er hægt að kaupa aðgang að spilasafninu okkar, jafnvel bóka gestgjafa sem leiðir ykkur í gegnum skemmtileg spil sem henta hópnum.

Nú er aftur opið alla daga í Spilavinum og í Spilakaffi frá kl. 11-22.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;