Hópefli og fjölskyldu­skemmtun er góð samveru­stund fyrir starfsfólkið

Skoðað: 5.726

Spilavinir koma á vinnustaðinn þinn eða starfsfólkið til okkar í notalegt umhverfi. Skemmtileg samvera er góð leið til að þjappa starfsfólkinu saman og draga fram það besta í öllum.

Hópefli

Við bjóðum upp á Pub Quiz, flóttaleik, og spilakvöld með blöndu af fjölbreyttum og skemmtilegum spilum sem allir geta tekið þátt í. Eins erum við sérfróð í hópefli sem hægt er að sérsníða að þörfum hópsins þíns. Það getur verið blanda af spilatíma og útiveru, sem reynir á samvinnu, samskipti, og er síðast en ekki síst skemmtilegt.

Tilvalið til að hrista fólk saman, eða þétta hópinn og bæta vinnustaðamenninguna.

Fjölskylduskemmtun fyrir fyrirtæki

Við erum vön að halda viðburði fyrir starfsfólk fyrirtækja, en einnig hafa fyrirtæki haldið fjölskyldu-skemmtun og fengið okkur til að stýra henni við góðan orðstír. Að sjálfsögðu sköffum við spilin og nóg starfsfólk til að vel sé haldið utan um hópinn.

Óvenjulegur og skemmtilegur fundarstaður

Í Spilavinum er Spilakaffi, lítið kaffihús með vínveitingarleyfi og kaldan bjór á krana. Hægt er að panta mat frá Hananum, eða þiggja léttar veitingar frá kaffihúsinu.

Kjallarinn undir Spilavinum er einnig mjög hentugur fundarstaður með stofu-ívafi. Hafðu samband til að bóka salinn fyrir spilafund, kennarafund, ársfund, vinnufund, eða hvað annað snjallt sem þér dettur í hug.

hopefli fyrirtaeki spilakvold
Karfa
;