Stór og veglegur spilasalur

Skoðað: 481

Í kjallaranum undir Spilavinum er stór og veglegur spilasalur sem hentar alls konar hópum. Hvort sem þið viljið sitja í kósí sófum eða fá eldhúsborðastemmningu, þá er borð við ykkar hæfi í Kjallaranum. Þar eruð þið líka umkringd einu stærsta spilasafni landsins — sem þið hafið aðgang að og megið nota!

Uppi er hægt er að panta sér drykki og veitingar og fara með niður á sitt svæði í spilasalnum, til að njóta á meðan spilað er.

Hægt er að kaupa aðgang að leiksvæðinu á staðnum, og einnig er hægt að kaupa árskort.

Karfa
;