Íslandsmeistari í Dominion

Skoðað: 2

Í gær var haldið í fyrsta sinn Íslandsmeistaramót í Dominion hér í versluninni á vegum Spilavina og Rio Grande. Vinningshafinn vann sér rétt til að keppa fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramótinu í Dominion sem verður haldið í ágúst í Indianapolis í Bandaríkjunum.

Frábær mæting var á þetta fyrsta mót, alls mættu 38 manns að keppa. Aldur keppanda var mjög fjölbreyttur, frá 12 ára og uppúr. Sigusteinn og Torfi skipulögðu mótið og keppt var á 10 borðum, ýmist með fjórum eða þremur leikmönnum. Hver og einn spilaði þrjá leiki á mismunadi borðum við mismunadi andstæðinga. Gefin voru stig fyrir fyrstu þrjú sætin í 4 manna leik en fyrstu tvö í 3 manna leik.

Eftir 3 umferðir fóru níu stigahæstu áfram í undanúrslit. Þar voru sett upp ný sett á 3 borðum og spilaðir 3 manna leikir. Þeir sem unnu þá fóru áfram í úrslit.

Í úrslitin fóru þau Andrea, Þórdís og Jón Svan sem vann síðasta leikinn. Öll voru þau leyst út með vinningum og verðlaunapeningum.

Mótið gekk mjög vel og allir skemmtu sér vel í þessari frábæru stemmingu sem myndaðist. Við óskum Jón Svan innilega til hamingju með verðlaunin og þökkum jafnframt öllum sem komu og tóku þátt.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;