Ef það er einhver spurning sem við reynum að forðast, þá er það „hvað er vinsælast?“. Ástæðan er að þó svo eitthvað spil sé vinsælt, þá þýðir það alls ekki að það henti öllum. Til dæmis hefur góður spilavinur okkar engan áhuga á að spila Splendor — spil sem hefur selst í yfir milljónum eintaka. Honum finnst vont að fá ekki að hugsa fram í tímann, því borðið breytist svo ört. Okkur hinum finnst það einmitt kostur, því það sleppir manni við svoleiðis vangaveltur og maður getur slappað af á meðan aðrir gera, og bara brugðist við því sem er á borðinu þegar að manni kemur.
Hvað sem honum og fleirum finnst um Splendor, þá hafa vinsældir spilsins merkingu. Fullt, fullt af fólki kann vel við þetta spil og vill kaupa það, eða gefa vinum sínum. Þýðir það að Splendor henti öllum? Alls ekki. En kannski velflestum. Sem er líklega það sem var spurt um.
Við munum samt áfram forðast að svara spurningunni, því við viljum hjálpa þér að finna spil sem hentar þér og þínum spilahóp. Ekki bara eitthvað sem er vinsælt.
Að því sögðu, hér eru tíu vinsælustu smáspilin okkar um þessar mundir. Þau henta ekki öllum, en gætu hentað þér.
- Who Did It?2.950 kr.
- King of the Dice3.950 kr.
- Heckmeck3.450 kr.
- Geistes Blitz3.450 kr.
- Uno2.650 kr.
- Sleeping Queens3.250 kr.
- Too Many Monkeys3.150 kr.
- Skip-Bo3.580 kr.
- Phase 102.950 kr.