Spil, drykkir og góð stemning – allt á einum stað!

Fyrsta borðspilakaffihús Íslands – bjór, kaffi, te og hundruðir ástæðna til að gleyma sér í skemmtilegu spili

Eigðu skemmtilega stund með vinum þínum og vinkonum. Við erum með eitt stærsta borðspilasafn landsins – allt frá klikkum partýspilum yfir í djúp og dramatísk strategíuspil. Hvort sem þú ert að koma í fyrsta skipti eða getur rúllað upp flóknustu spilunum í hillunni, þá finnurðu eitthvað fyrir þig. Ef valkvíðinn læðist að þér, þá getum við hjálpað þér að velja.

Þú getur valið á milli notalegs kaffihúss eða stofustemningar í kjallaranum, og spilað með vinum, pantað þér te, cappuccino, svalandi gos eða jafnvel bjór á krana (Happy Hour á milli 16-18). Við erum líka með léttar veitingar ef hungrið læðist að: alls kyns snarl og snakk, og ljúffengar grillaðar samlokur.

Spilavinir eru er ekki bara frábær borðspilaverslun og -kaffihús, við erum samfélag fólks sem elskar að eiga skemmtilega stund yfir spili. Komdu í hópinn, fylgstu með spilakvöldum og skemmtilegum viðburðum á vefsíðunni okkar og á Facebook.

  • Aðeins má njóta veitinga sem verslaðar eru á staðnum. Það má ekki koma með veitingar með sér.
  • Spilasafnið er opið á sama tíma og verslunin (sjá neðst á vefnum).
  • Greitt er fyrir aðgang að spilasafninu samkvæmt verðskrá hverju sinni.

Spilasalur fyrir alls kyns spilahópa

Hægt er að velja um að spila uppi í kaffihúsinu, eða niðri í spilastofunum. Í kjallaranum undir Spilavinum er salur með fimm stofuborðum þar sem hvert borð er eins og lítil, kósí stofa. Hjá leiksvæðinu eru þrjú lítil borð sem henta best upp undir 4 manneskjum, en stærri borðin eru aðeins fjær leiksvæðinu og henta vel fyrir 6 manns.

Hægt er að kaupa aðgang að leiksvæðinu og spilasalnum á staðnum. Einnig er hægt að kaupa klippikort.

Karfa
;