Dásamlegt leiksvæði fyrir börn

Leiksvæðið er opið mán.-lau. 11-17:30. en er lokað í desember.

Í kjallaranum undir Spilavinum er dásamlegt leiksvæði fyrir yngri börnin, girt af með krúttlegri lítill girðingu. Þar finnst börnunum alltaf gaman að koma og leika sér, hvort sem það er í vel útbúinni versluninni, litla kaffihúsinu eða ísbúðinni. Eins eru teiknimyndasögur sem hægt er að líta í, kubbar og fleira skemmtilegt til að láta tímann líða.

Hægt er að versla drykki og ýmislegt smálegt til að njóta á meðan börnin leika sér, og á meðan þið spilið við þau. Það má ekki taka mat eða drykk inn á leiksvæðið, né taka leikföng af leiksvæðinu. Aðeins má njóta veitinga sem verslaðar eru á staðnum. Það má ekki koma með veitingar með sér.

Greitt er fyrir aðgang að leiksvæðinu samkvæmt verðskrá hverju sinni.

Leiksvæðið lokar fyrr

Athugið að leiksvæðið opnar á sama tíma og verslunin en lokar fyrr. Þetta gerum við svo starfsfólk okkar hafi tíma til að ganga frá eftir daginn.

Foreldrar og forráðamenn

Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi reglur:

  • Börn þurfa að vera í fylgd forráðamanna.
  • Leiksvæðið er hugsað fyrir 6 ára og yngri börn.
    • Eldri börn eru velkomin, en á leiksvæðið koma mjög ung börn svo leikur þarf að vera rólegur.
  • Allir þurfa að fara úr skónum á leiksvæðinu.
  • Það má ekki taka leikföng af leiksvæðinu.
  • Það má ekki taka spil inn á leiksvæðið.
  • Það má ekki taka mat eða drykk inn á leiksvæðið.
  • Það má ekki neyta veitinga sem ekki eru keyptar á staðnum.
  • Það má ekki leika með spil á gólfinu.
  • Gangið frá spilum eftir ykkur og börnin.
    • Gætið að hvort allt sé aftur komið í kassann og setjið kassann aftur á sinn stað.

Karfa