Skoðað: 0
Laugardaginn 29.ágúst síðastliðinn var haldið mót í Splendor í verslun Spilavina og tóku 24 þátt í mótinu. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með mótinu og við vonum að allir hafi skemmt sér eins vel og við.
Við vorum með sérstök verðlaun frá framleiðandanum til að gefa verðlaunahöfum og svo öllum sem tóku þátt.
Úrslitin fóru á þennan veg:
1. Sæti Kristófer
2. Sæti Guðmundur Arnar
3. Sæti Gauti

Við viljum þakka öllum sem mættu kærlega fyrir skemmtilegan dag. Okkur finnst þetta svo gaman að við ætlum að vera dugleg með allskonar mót í framhaldi en næst er það Carcassonne þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu og má kalla sig Íslandsmeistara.