Íslandsmeistaramótið í Carcassonne 2015

Skoðað: 1

Íslandsmeistaramótið í Carcassonne verður haldið laugardaginn 5. september kl. 13 í verslun Spilavina, Suðurlandsbraut 48.

Íslandsmeistarinn vinnur sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í Carcassonne sem haldið verður á stærstu spilasýningu í heimi í Essen, Þýskalandi, í október 2015. Ferða- og hótelkostnaður er ekki innifalinn. Verðlaun verða kynnt síðar en þau verða spilatengd. :)

Hægt er að skrá sig á mótið í gegnum tölvupóst spilavinir@spilavinir.is eða í verslun Spilavina.

Það kostar ekkert að taka þátt og ekkert aldurstakmark en allir þátttakendur þurfa að kunna spilið.

Spilaðir verða 2ja manna leikir með grunnspilinu.

Mótið er opið fyrir alla, en bara íslenskir ríkisborgarar eða erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi geta orðið Íslandsmeistarar eða keppt fyrir Ísland á heimsmeistaramótinu.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;