Fake Artist Goes to New York er partíspil fyrir 5-10 leikmenn. Leikmenn skiptast á að vera spyrjandinn, sem tekur að sér að velja flokk, skrifa orð í þeim flokki á spjald og rétta öðrum leikmönnum spjaldið. Nema að einn leikmaðurinn fær spjald með X á. Sá verður gervilistamaðurinn!
Blað er látið ganga tvo hringi í kringum borðið, og leikmenn skiptast á að teikna eina samhangandi línu og vilja sýna öðrum leikmönnum að þau viti hvað leyniorðið er. Gervilistamaðurinn reynir að passa inn í hópinn. Ef enginn áttar sig á hver gervilistamaðurinn er, þá fær hann og spyrjandinn stig; ef upp um hann kemst, og hann getur ekki giskað á rétt orð, þá fá listamennirnir stig.
Baldur –
Þegar hópurinn er orðinn stór og það er erfitt að finna spil sem allir geta verið með í, þá er þetta hið fullkomna spil. Á kassanum segir að það sé fyrir 5-10 leikmenn en ég hef bæði spilað þetta með færri og fleiri spilurum.
Spilið bíður upp á ótrúlega strategíu en virkar líka fullkomlega fyrir þá sem nenna ekki að velta sé upp úr henni.
Ég get sagt margar sögur af skrítnum teykningum sem hafa orðið til í þessu spili.