Hafið þið það sem þarf til að vera djúpgeimkafarar? Framlína hlaðin geimverum bíður þeirra hugrökku og djörfu! Þessi nýja pláneta er illbyggileg, en ef þið gætið að eigum ykkar, byggið flota, rannsakið geimverur, og komið upp nýlendum, þá getur heimurinn verið ykkar.
Alien Frontiers er spil um stjórnun á afurðum og þróun á plánetum fyrir tvo til fjóra leikmenn. Í spilinu munuð þið nýta stöðvar á sporbaug og geimverutækni ti að byggja upp nýlendur á klókum stöðum til að ná stjórn á þessum nýuppgötvaða heimi.
Leikborðið sýnir plánetuna, tungl hennar, stöðvarnar á sporbaug um plánetuna, og stjörnu sólkerfisins. Teningarnir sem þið fáið í upphafi spilsins tákna geimskipin í flotanum ykkar. Þið munuð úthluta geimskipum á stöðvarnar til að fá afurðir, stækka flotann, og nema plánetuna.
Eftir því sem líður á spilið munuð þið setja nýlendumerkla á plánetuna til að sýna hve mikla stjórn þið hafið á hverju svæði. Þessi svæði hafa áhrif á sérstakar sporbaugsstöðvar, þannig að ef þið stjórnið svæði, þá getið þið nýtt það ykkur í hag.
Þessi pláneta var áður heimkynni geimvera sem skildu eftir stórkostlega hluti á sporbaug. Notið flotann ykkar til að rannsaka hlutina og uppgötvið stókostlega tækni þeirra sem þið getið svo notað til að komast lengra í spilinu.
Til að sigra spilið þurfið þið að gæta vel að því hvar þið nýtið flotann ykkar, nýta tækni geimveranna og áhrif svæðanna, og hefta andstæðinga ykkar í því að byggja sínar nýlendur.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2011 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
- 2011 Golden Geek Best Thematic Board Game – Tilnefning
- 2011 Golden Geek Best Strategy Board Game – Tilnefning
- 2011 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
- 2011 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar