Azul

Rated 4.67 out of 5 based on 6 customer ratings
(6 umsagnir viðskiptavina)

7.850 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 30-45 mín.
Höfundur: Michael Kiesling

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSF1-40020 Flokkur: Merki:
Skoðað: 14

spilavinir reglur a netinuFjölskylduspil ársins 2018 (Spiel des Jahres)! Algjörlega verðskuldað.

Azulejos (upprunalega hvítar og bláar postúlínsflísar) komu frá Márunum til Portúgala þegar Manúel I, konungur þeirra, heimsótti Alhambra höllina á suður Spáni, og heillaðist algerlega af fegurð flísanna. Konungurinn féll algerlega fyrir skreytingunum á Alhambra og skipaði svo fyrir að höll hans í Portúgal yrði skreytt svipuðum flísum. Þar sem þú ert einmitt flísalagnarlistamaður, þá fellur það í þitt hlutverk að skreyta hina konunglegu veggi Evopra hallarinnar.

Í Azul skiptast leikmenn á að velja til sín litaðar flísar frá framleiðendum á leikborðið sitt. Seinna í umferðinni skora svo leikmenn stig fyrir hvernig flísarnar voru lagðar. Aukastig fást fyrir sérstök munstur og sett; ónýttar birgðir draga stig frá. Leikmaðurinn með flest stig í lokin sigrar.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Seríur

Útgefandi

Fjöldi púsla
Spilatími

6 umsagnir um Azul

  1. Einkunn 4 af 5

    Svanhildur

    Gott spil, skemmtilegar flísar og þema. Hef spilað spilið marg oft tveggjamann og það virkar vel, hægt að einbeita sér að sínum leik eða jafnvel velja leik til að mótspilarann lendi í vandræðum.

  2. Einkunn 4 af 5

    Sigríður M Skúladóttir

    Ótrúlega skemmtilegt spil sem við mæðgur grípum í.

  3. Einkunn 5 af 5

    Sigurður Jón

    Frábært spil sem er sérlega gott fyrir tvo. Einfalt og fljótlegt bæði í spilun og kennslu. Það kann að líta frekar skringilega út í fyrstu en reglurnar eru skýrar og smella strax og byrjað er að spila. Markmiðið er að velja kubba (flísar) úr sameiginlegum potti og raða þeim í þar til gerðar raðir vinstramegin á borðinu. Þegar að röð fyllist losar maður röðina en heldur eftir einum kubb til að raða á stigaborð hægramegin þar sem að raðir af kubbum gefa stig sem nemur fjölda kubba sem mynda línur hvort sem það er lárétt eða lóðrétt. Spilið lítur vel út á borðinu og spilakubbarnir eru litríkir og þykkir og það er skemtilegt að meðhöndla þá. Stigin byrja að telja hægt en magnast hratt og hver lota verðlaunar mann með fleiri stigum, það er sérlega góð tilfining í seinustu lotunum að sjá stigin raðast inn.
    Það er vel hægt að spila það á vinalegan hátt, en það bíður líka upp á að snúa aðeins á mótspilarana með klækjum og hindra að þeir nái að klára litaraðir eða sjá til þess að þeir verði að taka upp kubba sem komast ekki fyrir á borðinu hjá þeim og breytast þá í mínusstig.

    Ég hef spilað þetta mikið með frúnni og 7 ára dóttir mín hefur af og til verið með. Ég held að 8 ára aldursmarkið á kassanum sé vel marktækt.

  4. Einkunn 5 af 5

    Klara

    Einfalt og skemmtilegt fjölskylduspil og einstaklega gott tveggja manna líka. Ótrúlega fallegar flísarnar og skemmtileg hönnun á spilinu. Það er alltaf hægt að grípa í Azul.

  5. Einkunn 5 af 5

    Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Eitt af mínum uppáhalds spilum! Mjög skemmtilegt líka að vera bara 2 að spila, en það er svoltið stuttur leikur. Líka bara svo fallegt spil.

  6. Einkunn 5 af 5

    Sigríður

    Elska flísarnar, eru fallegar fyrir augað. Skemmtilegt og gott tveggja manna spil en er einnig fyrir fleiri.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;