Í hverri umferð á eitt ykkar að lýsa skoðunum sínum á alls konar hlutum: bíómyndum, tónlist, frægu fólki, pólitík o.s.frv. Þegar það er búið, þá gengur það hringinn að draga spil og segja pass, þar til eitthvert ykkar tekur upp hanskann og lýsir eldheitum skoðunum sínum á sama málefni.
Þegar báðir leikmenn hafa bunað út skoðunum sínum á málefninu, þá á restin að kjósa hvort rantið var betra.
Meistarinn sem fékk fleiri atkvæði fær stig, og allir sem kusu meistarann fá líka stig. Það ykkar sem er fyrst í 7 stig sigrar.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar