Í Bellum Magica leikið þið illmenni af verstu sort.
Þið safnið illþýði, allt frá einföldum drýslum til skelfilegra dreka, og gefið þeim verkefni í ríki ykkar: sum kvikindin safna aðföngum og rannsaka umhverfið, en önnur ganga til liðs við herinn þinn og ráðast á hinn mennska heim — og aðra leikmenn.
Safnið kistum fullum af fjársjóði og verðið ríkasta og áhrifamesta illmenni allra tíma!
En hvernig?
- Þegar þú átt leik, þá kastar þú teningi til að finna út hvaða hluti illþýðisins mun leggja sitt af mörkum í dag (með möguleika á að kasta aftur með því að eyða tunnu).
- Næst er aðföngum safnað; mat eins og illþýðið getur.
- Svo eru njósnararnir kallaðir heim, þar sem þeir skila fjársjóðskortum sem gætu skilað þér strax málm eða viðarkistu!
- Að lokum er árás. Í réttsælis hring frá og með þeim sem kastaði teningnum má hver leikmaður gera eina árás á annað hvort mennska byggð, eða einhvern leikmann (fjöldi sverða á móti fjölda skjalda)
- Ráðið til ykkar fleira illþýði: Hver leikmaður má ráða til sín skepnur með því að eyða mat og táknum. Það er gert til að fá enn fleiri afurðir í framtíðinni, og kistur!
Fyrsti leikmaðurinn sem fær 10 eða fleiri kistur klárar spilið, og leikmaðurinn sem er með hæstu summuna í kistunum sínum sigrar!
Umsagnir
Engar umsagnir komnar