Hversu vel þekkir þú vini þína? Viltu veðja?
Þú hefur þegar unnið, með vinahóp eins og þennan í kringum þig. Kominn tími til að veðja á hve vel þú þekkir þau! Safnaðu 4 eða fleirum þeirra (fleiri er betra) í kringum borðið, dreifðu veðbrettunum og láttu leikana hefjast! Þú færð 100 milljón dollara til að leika þér með… getur þú nýtt þá til sigurs?
Gjafarinn dregur spil og velur eitt ykkar til að svara spurningunni í leyni. Gjafarinn giskar á svarið, og restin af ykkur veðjar á hvort giskið sé yfir eða undir rétta svarinu. Spurningarnar eru t.d. „How much money would it take for me to text my ex?“ og „How many people in this room do I think I’m smarter than?“. Ef þú heldur gjafarinn hafi hitt naglann á höfuðið, þá máttu velja „Jackpot!“ og fá þrefalt veðmálið þitt greitt út — ef það er rétt hjá þér.
Í kassanum eru 150 spurningaspil, og allt er þetta á ensku.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar