Block Ness skrímslin láta loks sjá sig, en það lítur út fyrir að vatnið sé ekki nógu stórt fyrir þau öll.
Í Block Ness skiptast leikmenn á að velja hluta af sínu skrímsli og nota hann til að lengja skrímslið sitt á Loch leikborðinu. Hvern nýjan hluta þarf að setja við hlið höfuðs eða enda skrímslisins — og er þá höfuðið eða endinn færður á enda hlutans sem var bætt við — og þú mátt fara yfir önnur skrímsli, en ekki undir þau.
Þegar enginn leikmaður getur lengur bætt við nýjum hluta, eða allir eru búnir með hlutana sína (borðið er misstórt eftir fjölda leikmanna), þá sigrar sá sem á fæsta hluta eftir hjá sér. Ef það er jafntefnli, þá sigrar skrímslið sem er með höfuðið lengst upp úr vatninu.
Skemmtilegt fjölskylduspil sem auðvelt er að læra.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar