Blood Rage

Rated 4.67 out of 5 based on 6 customer ratings
(6 umsagnir viðskiptavina)

15.970 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 60-90 mín.
Höfundur: Eric M. Lang

* Uppselt *

Uppselt

Þessi vara er ekki til í augnablikinu.
Vilt þú fá tilkynningu þegar hún kemur aftur?

Vörunúmer: SPSF1-00003 Flokkur: Merki:
Skoðað: 35

Í Blood Rage er hver leikmaður með sinn eiginn víkinga-ættbálk, hermenn, leiðtoga og skip. Ragnarök eru komin og heimsendir í nánd! Nú er síðasta tækifæri víkinganna til að falla með sæmd og tryggja sér sæti í Valhöll við hlið Óðins! Sem víkingur getur þú ráðist á og rænt lönd þér til dýrðar, barið niður óvini þína í stórum bardögum, farið í leiðangra, byggt upp ættina, eða jafnvel dáið dýrðardauða í bardaga eða í Ragnarökum, hinum óumflýjanlega lokadómi.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

Fjöldi púsla
Spilatími

6 umsagnir um Blood Rage

  1. Einkunn 5 af 5

    Magni

    Herkænskuspil þar sem þú stjórnar ættbálk vígamanna við endalok heimsins (Ragnarök). Markmiðið er að ná yfirráðum yfir svæðum, berjast við óvini sína og enda með sem flesta í Valhöll svo þeir geti tekið þátt í baráttunni um endalok heimsins.
    Öll hönnun og teikningar eru með því flottara sem gerist og að sama skapi eru “peðin” sem fylgja hrikalega vel gerð.

  2. Einkunn 5 af 5

    Matthew Haynsen

    Super fun miniatures game that ends up being a a way to let off some steam and ravage your opponent. It has a very solid theme and great components.

  3. Einkunn 5 af 5

    Þorsteinn Atli Kristjánsson

    Ragnarök að bresta á og þú þarft að leiða víkingaclanið þitt gegn andstæðingum þínum í orrustunni um dýrð og frama.
    Lítur mun flóknara út en það er. En samt fullt af áhugaverðum ákvörðunum. Flott framsetning (sérstaklega eftir að modelin eru máluð), þemað við hæfi, spilast ekki of lengi og nánast alltaf hægt að koma til baka eftir smá mistök eða ólukku.
    Frábært spil.

  4. Einkunn 3 af 5

    Jakob Ævarsson

    Blood Rage er herkænsku spil sem virkar pínu eins og worker placement. Leikmunir og þema er í topp standi. Þetta er mjög gott spil og fallegt á borði, en það er aðeins of agressívt og random fyrir minn smekk. Sama hvaða plan þú gerir, það getur alltaf failað á 8 mismunandi vegu. Hlutir ganga yfirleitt ekki smurt fyrir sig, en það getur verið að það sé styrkleiki fyrir spilara sem vilja meira kaos í herkænskuleikina sína.

  5. Einkunn 5 af 5

    Ísak Jónsson

    Vinnustaðsetningar-herkænska með víkingabragði. Stórgott spil. Frekar einfalt að læra en strategíur eru margslungnar.

  6. Einkunn 5 af 5

    Gestur Ingi

    Skemmtilegt víkinga herkænsku spil þar sem leikmenn berjast um yfirráð á landsvæðum með notkun á spilum sem leikmenn velja úr í byrjun hverrar umferðar.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;