Skemmtilegt spilastokkaspil þar sem þátttakendur setja niður baunir í 2-3 akra og reyna að selja þær með eins miklum hagnaði og þeir geta. Þegar baunir eru seldar fást fleiri gullpeningar fyrir margar baunir af sömu tegund. Markmið spilsins er að vinna sér inn flesta gullpeninga með því að setja niður, taka upp og selja baunir. Ef leikmenn eru ekki fyrirhyggjusamir geta þeir neyðst til að þurfa að taka upp og selja baunirnar áður en þær þroskast og á lægra verði en þeir höfðu gert sér vonir um. Stundum fæst jafnvel ekkert gull fyrir uppskeruna.
Það sem gerir spilið sérstaklega áhugavert er að þið megið ekki endurraða spilunum á höndinni og verðið alltaf að spila út spilinu hægra megin. En þið megið skipta spilum út að vild — ef einhver samþykkir skiptin.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
2007 Juego del Año – Úrslit
2005 Vuoden Peli Adult Game of the Year – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar