Forbidden Island

Rated 4.00 out of 5 based on 7 customer ratings
(7 umsagnir viðskiptavina)

5.450 kr.

Aldur: 10+
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Matt Leacock

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF1-03173 Flokkur: Merki: ,

Skráðu þig á biðlistann til að fá tölvupóst strax og þessi vara kemur aftur á lager.

Skoðað: 375

Þorir þú að kanna hina forboðnu eyju?  Gakktu í lið fífldjarfra ævintýrakappa í glæfralega sendiför að finna fjóra falda fjársjóði í rústum þessarar glötuðu paradísar. Liðið þitt og þú verðið að vinna saman og vera snar í snúningum því eyjan er að sökkva. Hlaupið og sækið fjársjóðinn og flýið eyjuna áður en hún sekkur undan fótum ykkar.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2011/2012 Boardgames Australia Awards Best International Game – Tilnefning
  • 2011 Vuoden Peli Family Game of the Year – Sigurvegari
  • 2011 Spiel des Jahres – Tilnefning
  • 2011 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
  • 2011 Juego del Año – Sigurvegari
  • 2011 JoTa Best Light Board Game – Tilnefning
  • 2011 Deutscher Lernspielpreis “9 years and up” – Tilnefning
  • 2010 UK Games Expo Best Family/Children’s Game – Sigurvegari
  • 2010 Mensa Select – Sigurvegari
  • 2010 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2010 Golden Geek Best Children’s Board Game – Sigurvegari
  • 2010 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning

Framleiðandi

Gamewright

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Fjöldi púsla
Útgefandi

Spilatími

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

7 umsagnir um Forbidden Island

  1. Einkunn 3 af 5

    Inga Sörens.

    Ótrúlega spennandi spil sem heldur manni á tánum allt til enda.
    Leikur sem er síbreytilegur eftir spilurum og hvaða hlutverk þeir fá.
    Ég varð það hrifin af þessu að ég prófaði meiraðsegja að spila þetta ein ( með tvö lið ) þar sem þetta er samvinnuspil…. Þrjóskan í mér fór á fullt og keppnisskapið var samferða.
    Hrikalega skemmtilegt og flott spil.

  2. Einkunn 3 af 5

    Sigurjón Magnússon

    Ágætt spil, ég spilađi þetta mikiđ međ börnunum mínum og þađ hjálpađi viđ ađ koma þeim í “borđspilaheiminn”

  3. Einkunn 5 af 5

    Salóme

    Eitt besta samvinnuspil sem ég hef spilað. Það eru spilarar á móti spilinu. Ef spilarar vinna ekki saman er engin leið að vinna leikinn. Þetta virðist ósköp einfalt í fyrstu, en getur orðið svínslega erfitt þegar flóðstigin hækka. Mátulega mikið heppniháð spil.

  4. Einkunn 4 af 5

    Salóme Mist Kristjánsdóttir

    Forbidden Island er gullfallegt samvinnuspil. Ég hef bæði gefið það sem brúðkaupsgjöf til vina og spilað það mikið við systurdóttur mína þegar ég vildi beina henni frá hundleiðinlegu barnaspilunum sem voru alltaf valin. Þetta spil hentar nefnilega vel bæði fyrir börn og fullorðna og það er auðvelt að aðlaga erfiðleikasttigið

  5. Einkunn 5 af 5

    Ísak Jónsson

    Virkilega gott samvinnuspil um að safna fjársjóðum á sökkvandi eyju. Virkilega spennandi og hægt að aðlaga erfiðleikastigið að leikmannahópnum. Einnig á mjög góðu verði.

  6. Einkunn 5 af 5

    Óskar Örn

    Líklega uppáhaldsspil 10 ára dóttur okkar og vina hennar, og jafn skemmtilegt fyrir fullorðna.
    Samvinnuspil þar sem leikmenn keppa á móti spilinu sem er skemmtileg tilbreyting og hentar sjálfsagt vel ef einhverjir eiga erfitt með keppnisskapið.
    Mjög vel heppnað, og okkur langar í fleiri í sömu seríu.

  7. Einkunn 3 af 5

    Eidur S.

    Allt í lagi samvinnuspil, uppröðun spilana sem mynda eyjuna er mismunandi í hverjum leik svo engir tveir leikir eru alveg eins.

    Leikurinn líður því miður fyrir það að sjaldnast er maður að taka ákvarðanir sem fá mann til að hugsa. Það er nær alltaf mjög augljóst hvað sé best að gera að hverju sinni, svo manni líður svolítið eins og leikurinn spili sig sjálfur.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;