Skoðað: 245
Eins og í fyrirrennaranum, þá þarft þú að þróa, byggja, og koma á fót iðnveldi til að stíga öldur markaðarins.
14.480 kr.
Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 60-120 mín.
Höfundur: Gavan Brown, Matt Tolman, Martin Wallace
Availability: Til í verslun
Aldur | |
---|---|
Fjöldi leikmanna | |
Fjöldi púsla | |
Útgefandi | |
Spilatími |
You must be logged in to post a review.
Klara –
Uppáhalds spilið mitt og það er mikill sigur þar sem við eigum tæplega 90 spil. Mæli svo mikið með, get ekki sett út á neitt varðandi spilið. Þemað, íhlutirnir og allt upp á tíu.
Jakob Ævarsson –
Brass er mjög skemmtilegt spil þar sem leikmenn keppast við að verða stærsti framleiðslubarón á iðnbyltingartímanum. Þetta er ekki endurgerð af eldri Brass spilum, heldur er þetta alveg nýtt spil, en kjarna mekaníkinn er fínslípaðri en í fyrri spilum. Það ber að varast að Brass er flókið spil sem hentar lengra komnum.
Jakob H. –
Hrikalega vandað og gott spil fyrir lengra komna. Vinnur mikið á heilasellurnar að þurfa hugsa 2-3-4 skref fram í tímann, en á góðan hátt. Mjög djúpt hvað endurspilanleika og möguleika varðar. Hentar jafn vel fyrir 2, 3 eða 4 spilara, en með 3-4 spilurum er miklu meiri gagnvirkni með öðrum spilurum og þar skín spilið best.
Hentar sérstaklega vel fyrir hugsuði sem hafa gaman af því að finna hagkvæmustu leiðina til að áorka sigur, en ekki endilega fyrir þá með mikinn þorsta fyrir einfaldleika og hasar.