Einfalt, stutt, lítið og skemmtilegt spil sem hentar í allskonar spilahópa.
Í Cabanga! reynið þið að losna við spil af hendi á undan hinum — helst án þess að þurfa að taka upp refsispil á leiðinni.
Spilinu er stillt upp með fjórum litaspilum og gráum töluspilum hvoru megin við hvert litaspil, og svo fær hvert ykkar átta spil á hendi. Þið skiptist á að leggja spil niður á töluspil við hliðina á sama lit í miðjunni, helst með eins litlu tölubili og þið getið, því með stærra tölubili aukast líkurnar á að einhver segi „Cabanga!“ og leggi niður spil í sama lit sem eru í bilinu. Þessi spil fara í frákastið, en það ykkar sem var að gera þarf að draga eitt spil fyrir hvert sem hinir gátu losað sig við.
Þegar eitthvert ykkar er ekki lengur með spil á hendi, þá lýkur umferðinni og þið teljið punktana á spilunum sem þið eruð með á hendi. Þegar eitthvert ykkar er komið með 18 stig eða meira þá lýkur spilinu og það ykkar sem er með fæst stig sigrar.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2023 Meeples’ Choice – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar