Captain Obvious er samkeppnis-partíspil þar sem þið eruð verðlaunuð fyrir að vera eins augljós og hægt er. Skrifið setningar með meiningu sem er svo augljós að jafnvel þó það vanti orð í setninguna, þá mun það ekki rugla aðra leikmenn. Nældu þér í titilinn Kafteinn Augljós!
Umferð gengur út á að það er snúið við spili með orði og lengd á setningu. Næst eigið þið öll að skrifa setningu í leyni, með þessu orði. Svo látið þið spjöldin ganga til næsta leikmanns sem strokar út eitt orð úr setningunni (nema ekki orðið sem var á spilinu). Svo skiptist þið á að lesa af spjöldunum á meðan aðrir reyna að giska á hvða orð vantar í setninguna.
Fyrstir koma, fyrstir fá stig fyrir að giska á rétta orðið.
Athugið: Spilið er á ensku.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar