Cascadia Rolling Rivers er hluti af Cascadia: Rolling, sem verður sería af þrautakenndum snúa-og-skrifa (e. flip and write) og kastað-og-krotað (e. roll and write) spilum sem fjalla um dýrin og náttúruna í Norð-vestur Bandaríkjunum. Þið gerið öll á sama tíma, kastið teningum, safnið dýrum, og uppfyllið heimkynnaspil til að fylla út mismunandi svæði í Cascadia. Með sérstökum aðgerðum getið þið haft áhrif á teningana ykkar, og að auki getið þið notað bónus-spil sem nýtast þegar þið uppfyllið skilyrðin fyrir heimkynni.
Nýtt spil eftir Randy Flynn, sama höfund og samdi Cascadia, með teikningum eftir Beth Sobel.
Í augnablikinu eru til tvær gerðir af Cacadia: Rolling, Rivers og Hills. Hvor útgáfa fyrir sig er með sérstökum spilum, teningum og aðgerðum, sem hægt er að blanda að vild.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar