Cat in the Box: Deluxe Edition er skammtafræðilegasta slagaspil sem þú hefur spilað, því liturinn á spilinu þínu er ekki ákvarðaður fyrr en þú spilar því! Spáðu fyrir um hve marga slagi þú færð, og skráðu það niður. Settu merkla (e. token) á sameiginlegt borð um leið og þú spilar út, og reyndu að tengja saman eins stóran hóp af þínum merklum og þú getur til að skora enn fleiri stig. Þú þarft líka að plana vel hvernig þú tekur slagi, því þú getur ekki notað lit á spili með tölu sem þegar hefur verið spilað út. Það væri kattastrófísk mótsögn!
Deluxe útgáfan er:
- fyrir 2-5 leikmenn (upphaflega útgáfan er fyrir 3-5),
- með flotta plastmerkla,
- með tvöfalt, innfellt borð fyrir hvern leikmann,
- með tvöfalt, innfellt leikborð,
- með skorblokk,
- og með innslag í boxinu sem heldur öllu á sínum stað.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2024 As d’Or – Jeu de l’Année Initié – Tilnefning
- 2023 Guldbrikken Best Expert Game – Sigurvegari
- 2023 Fairplay À la carte – Annað sætið
- 2023 American Tabletop Casual Games – Meðmæli
- 2022 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Most Innovative Board Game – Sigurvegari
- 2022 Golden Geek Light Game of the Year – Sigurvegari
Umsagnir
Engar umsagnir komnar