„Þú ert Victor Lavel, ungur og metnaðarfullur blaðamaður sem vinnur fyrir stórt dagblað. Árið er 1900, Belle Époque er í algleymingi og París dafnar. Það eru svo margar sögur að segja, Alheims-sýningin, Sumar-ólympíuleikarnir, opnun fyrstu Metro-stöðvarinnar, en sem einn af Lavel fjölskyldunni sem er hefur verið þekkt fyrir að leysa glæpi síðan á miðöldum, þá hefur þú meiri áhuga á morðum, mannránum, og innbrotum. Verandi blaðamaður, ertu einn af þeim fyrstu sem færð fréttirnar, og gáfur þínar leiða þig til þess að vera líka fyrstur að uppgötva hver framdi glæpinn.“
Chronicles of Crime: 1900 er sjálfstætt spil í Chronicles of Crime seríunni. Hér safnið þið ekki aðeins sönnunargögnum og yfirheyrið grunaða, en þurfið líka að leysa „escape room“ þrautir sem eru greyptar í hverja sögu.
Getið þið fundið út réttu talnaröðina til að opna peningaskápinn? Getið þið lesið dulkóðuð skilaboð sem fundust á vettvangi? Getið þið rakið sökudóginn á korti? Það verður ekki auðvelt, en ef þið festist þá getið þið alltaf beðið samstarfsmann ykkar, Charlotte, um aðstoð. Hún sér um gátudálkinn í blaðinu og getur gefið ykkur vísbendingar um málin sem þið eruð að kljást við.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar