Codenames á íslensku

(24 umsagnir viðskiptavina)

4.650 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2-8 leikmenn
Spilatími: 15 mín.
Höfundur: Vlaada Chvátil

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: NOSF3-496055 Flokkur: Merki: , , ,
Skoðað: 2.047

Skemmtilegt og margverðlaunað orðaspil.

Leikmenn skipta sér í tvö njósnaralið og markmið þeirra er að finna liðsfélaga sína sem táknaðir eru með dulnefnum á leikborðinu. Njósnameistarar hvors liðsins geta borið kennsl á njósnarana og gefa liðinu sínu vísbendingar til að leiða það að réttu dulnefnunum. Liðið sem fyrst tekst að ráða öll dulnefni af réttum lit vinnur. En gætið ykkar, leigumorðinginn gæti leynst á bak við eitt þeirra!

Frábær skemmtun fyrir fjölskyldur af öllum stærðum.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2017 MinD-Spielepreis Short Game – Sigurvegari
  • 2017 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
  • 2016 UK Games Expo Best Party Game – Sigurvegari
  • 2016 Tric Trac – Tilnefning
  • 2016 SXSW Tabletop Game of the Year – Tilnefning
  • 2016 Swiss Gamers Award – Tilnefning
  • 2016 Spiel des Jahres – Sigurvegari
  • 2016 Spiel der Spiele Hit mit Freunden – Meðmæli
  • 2016 Nederlandse Spellenprijs Best Family Game – Tilnefning
  • 2016 International Gamers Award – General Strategy: Multi-player – Tilnefning
  • 2016 Gouden Ludo Best Family Game – Sigurvegari
  • 2016 Gioco dell’Anno – Tilnefning
  • 2016 Best Science Fiction or Fantasy Board Game – Tilnefning
  • 2016 Årets Spel Best Adult Game – Tilnefning
  • 2015 Meeples’ Choice – Sigurvegari
  • 2015 Jocul Anului în România Beginners – Úrslit
  • 2015 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
  • 2015 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
  • 2015 Golden Geek Best Party Board Game – Sigurvegari
  • 2015 Golden Geek Best Family Board Game – Sigurvegari
  • 2015 Cardboard Republic Socializer Laurel – Sigurvegari
Aldur
Fjöldi leikmanna

, , , , , ,

Útgefandi

Fjöldi púsla

24 umsagnir um Codenames á íslensku

  1. Svanhildur

    Besta orðaspil sem gert hefur verið, sérstaklega þegar sex eða fleiri eru að spila. Spilið snýst um að vera hugmyndaríkur og finna tengingar. Enginn langur listi af reglum bara byrja.

  2. Sara

    Þetta er algjör snilld. Gaman að spila í góðra vina hópi en líka með krökkunum. Fær þau aðeins til að hugsa og pæla aðeins í íslenskunni sem er nauðsynlegt

  3. Halldóra

    Rosalega skemmtilegt spil, allar útgáfurnar eru skemmtilegar, reynir á samvinnu og útsjónarsemi og hentar fyrir allan aldur.

  4. Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir

    Rosalega skemmtilegt spil. Ég hef spilað það í mörgum mismunandi samsettum hópum og það slær alltaf jafn mikið í gegn ! Ég hef meira að segja dröslað því með mér til útlanda oftar en einu sinni, svo frábært finnst mér það.

  5. Bryndis

    Frabært spil fyrir alla aldurshópa – tek þetta alltaf með í bústaðinn

  6. Sigurður Jón

    Skemmtilegt spil sem í grófum dráttum byggir á því að einn til tveir leikmenn gefi vísbendingar sem eru ekki nema eitt orð, sem að aðrir leikmenn keppast síðan í liðum við að túlka á réttan máta og tengja við orð sem liggja fyrir framan þá á borðinu. Þeir þurfa að passa sig á því að velja rétt orð því annars gætu þeir gefið mótspilurum stig eða hreinlega tapað leiknum.
    Virkar ótrúlega vel. En til þess að vera sem skemmtilegast þarf helst að spila með 6-8 leikmönnum. Það virkar samt ágætlega með færri, en ég mæli ekki með þessu sem tveggja manna spil.

  7. Salóme

    Mjög skemmtilegur ísbrjótsleikur. Vel afmarkaður í tíma og dregst yfirleitt ekki mjög á langinn, auðvelt að útskýra og góður fyrir vana sem óvana. Mjög skapandi leikur líka sem reynir á hugmyndaflugið í hvernig megi tengja annars ótengda hluti.

  8. Aldís

    Virkilega skemmtilegt spil og öðruvísi en flest önnur sem ég hef prufað.

  9. Hann Þórsteinsdóttir

    Mjög skemmtilegt spil og gaman að spila í hópi fullorðinna en líka með eldri krökkum. Jólaspil fjölskyldunnar minnar 2019!

  10. Erla Bára Ragnarsdóttir

    Ef þú ert að leita að góðu spili þá hefur þú fundið það! Þarna eru spilarar að vinna saman í tveimur hópum og á móti hvor öðrum. Plottið er samt að þín vísbending gæti gefið hinu liðinu stig eða þið einfaldlega tapað spilinu. Nauðsynlegt á öll heimili!

  11. Kolbrún

    Þetta spil spilum við mikið, algjörlega frábært. Tekur kannski langan tíma að upphugsa orð og tengja saman í fyrstu skiptin en svo verður maður ótrúlega fljótur að hugsa og slunginn í þessu þannig að þetta gangi hratt fyrir sig. Svo líka þarf maður að vera góður í því að reyna að hugsa eins og meðspilarinn sem getur oft reynst erfitt en bæði fyndið og skemmtilegt. Mæli með!

  12. Kolbrá

    Sama hversu oft maður spilar þetta spil er það aldrei eins en alltaf jafn skemmtilegt.
    Það getur tekið smá tíma að koma spilinu af stað en þegar það kemur ættu allir að skemmta sér fáránlega vel

  13. Sigurlaug

    Skemmtilegt spil sem virkar best fyrir 4, 6 eða 8. Bæði samkeppni og samvinna, þar sem lið keppast á móti hvert öðru og reyna að giska á orð út frá vísbendingum frá sínum liðsmanni, en einnig er gott að reyna að átta sig á vísbendingum andstæðinganna til að vera skrefi á undan.

  14. Lára

    Uppáhalds sumarbústaðarspilið mitt.
    Búa til tengingar og tengja orð saman svo meðspilandi geti giskað á. Alltaf gaman að reyna svolítið á hugann. Auðvelt að spila og að kenna öðrum.

  15. Edda

    Mjög einfalt spil svo það hentar vel fyrir breiða aldurshópa, sem er oft kostur. Þetta spil er ágæt skemmtun í smá stund að mínu mati þar sem það er svona einfalt, en þemað er skemmtilegt og leikurinn sniðugur.

  16. Alma Sigurðardóttir

    Mjög skemmtilegt spil. Hentar að spila hvort sem er með fólki sem þú þekkir vel eða í hópi með nýjum vinum.

  17. Stefán Ingvar Vigfússon

    Geggjað spil, einfalt og skemmtilegt og stór plús að það er hægt að spila það í gegnum skype eða annað vidjóspjall!

  18. Guðrún Ragnarsdóttir

    Geggjað spil þegar það er samankomin hópur. Snýst um að setja saman eitt orð yfir nokkra hluti og fá teymismeðlim til að giska.

  19. Rut Sigurðardóttir

    Einfalt en hrikalega skemmtilegt og kom okkur mjög á óvart í fyrsta sinn, eftir það var bara ekki aftur snúið 🙂

  20. Kristinn Pálsson

    Þetta einfaldlega þarf að vera til á spilaheimili. Hægt að fá alla til þess að spila með og læra fljótt. Frábært að spila með samherja sem maður þekkir vel. Það gerir vísbendingar persónulegar og fyndnar.

  21. Birna

    Frábært spil 🙂

  22. Eidur S.

    Ég er minna fyrir þetta spil heldur en Codenames: Pictures.

    Engu að síður er þetta ágætt spil, það er mjög gaman að reyna að tengja sem flest orð saman með aðeins einu orði. Hins vegar getur verið leiðinlegt fyrir hina að bíða á meðan sá sem er að gefa vísbendingu hugsar. Í Codenames: Pictures getur maður allavegana dundað sér við að skoða myndirnar.

  23. Daníel Hilmarsson

    Spil sem slær alltaf í gegn, hvort sem er í litlum hópi eða stórum. Reynir á samvinnu og getur því annaðhvort orðið pirringur í lok kvölds eða fögnuður og umræður fyrir næstu daga

  24. SolviKaaber

    Þetta er eitt sígildasta partýspil sem til er. Skemmtileg umræða sem byggist hjá hópnum um hvaða orð gætu passað við vísbendinguna sem þið fenguð. Það er alveg æðislegt móment þegar að maður finnur hina fullkomnu vísbendingu til þess að tengja fjögur orð saman.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;