Iðandi ár, skógi vaxnar hlíðar, hveitiakrar sem líða í vindinum, og hér og þar er lítið þorp — það er Dorfromantik! Tölvuleikurinn sem ber sama nafn hefur heillað fólk um allan heim síðan í mars 2021, og hefur þegar unnið til glæsilegra verðlauna. Nú hafa Michael Palm og Lukas Zach umbreytt þessum vinsæla bygginga-, kænsku- og þrautaleik í skemmtilegt fjölskylduspil.
Í Dorfromantik: The Board Game leggið þið saman sexhyrndar flísar til að skapa fallegt landslag og reyna að uppfylla pantanir sem fólk biður um, og á sama tíma leggja eins langa teina, og eins langa á, og hægt er, en líka taka tillit til fánanna sem gefa stig í lokin. Spilið er „campaign“ spil, sem þýðir að það þróast smám saman á milli spila — en er endurspilanlegt frá upphafi. Stigin sem þið fáið í hverju spili er hægt að nota til að aflæsa kössum sem fylgja með, til að fá nýjar flísar, og ný verkefni sem gera ykkur kleift að fá fleiri og fleiri stig.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2023 Spiel des Jahres – Sigurvegari
- 2022 Golden Geek Light Game of the Year – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Best Cooperative Game – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar