Spooky Stairs

Rated 4.86 out of 5 based on 7 customer ratings
(7 umsagnir viðskiptavina)

6.850 kr.

Aldur: 4 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Michelle Schanen

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: NOSB1-DRAUG Flokkur: Merki: , , ,
Skoðað: 1.106

Spooky stairs, eða Draugastiginn, er margverðlaunað borðspil fyrir hressa krakka!

Gömul vofa býr í efsta skotinu í gömlum rústum. Nokkrir hugrakkir krakkar læðast hljóðlega upp drungalegan stiga sem liggur að skotinu. Þau vilja öll vera fyrst til að hræða gömlu vofuna með því að segja: BÖÖÖ! En gamla vofan þekkir þennan aldagamla leik og án þess að krakkana gruni hefur hún lagt álög á teninginn þannig að þau breytast í drauga, hvert á eftir öðru.

Þegar leikmaður kastar teningnum og draugur kemur upp á sá leikmaður að breyta einhverju peði í draug með því að setja einn af draugunum, sem eru geymd við hliðina á leikborðinu, ofan á eitthvert peð annað hvort sitt eigið eða eitt af peðum annara leikmanna. Segulhatturinn smellur þá innan í draugnum og peðið hverfur! Leikmenn þurfa að muna undir hvaða draugi peðið þeirra er. Þegar öllum peðum hefur verið breytt í drauga og draugur kemur upp á teningnum er tveimur draugum víxlað á leikborðinu!

Sá leikmaður sem fyrstur nær upp til gömlu vofunnar og tekst að muna hver hann/hún er, þrátt fyrir allan ruglinginn, stendur uppi sem sigurvegari!

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2006 Årets Spel Best Children’s Game – Sigurvegari
  • 2005 Vuoden Peli Children’s Game of the Year – Sigurvegari
  • 2005 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
  • 2004 Spiel des Jahres Kinderspiel – Sigurvegari
  • 2004 Kinderspielexperten “5-to-9-year-olds” – Þriðja sæti
  • 2004 Japan Boardgame Prize Best Childgame – Sigurvegari
Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

,

7 umsagnir um Spooky Stairs

  1. Einkunn 5 af 5

    Petrína

    Mjög einfalt og skemmtilegt. Er með 7 og 9 ára sem skemmtu sér mjög vel með mér í þessu spili.

  2. Einkunn 5 af 5

    Inga Rut

    Einfalt og skemmtilegt spil sem mín 4 og 5 ára börn hafa mjög gaman að. Frekar stuttur spilunartími sem hentar yngstu spilurunum vel og þau eru mjög spennt í hvert skifti sem við spilum draugastigann

  3. Einkunn 5 af 5

    Íris Ósk

    Skemmtilegt spil, 8 ára og 10 ára skemmtu sér vel

  4. Einkunn 5 af 5

    Ásta Eydal

    Mjög skemmtilegt spil fyrir fjölskyldur. Hentar vel þar sem tíminn til að spila er ekki langur. Hægt að vera voða klókur þegar draugarnir eru komnir á alla og reyna svissa en þá er eins gott að fylgjast vel með sjálfur því það er auðvelt að ruglast sjálfur þegar maður reynir að rugla fyrir öðrum.

  5. Einkunn 5 af 5

    Kolbrún

    Skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna, auðvelt fyrir eina 5 ára en eldri höfðu einnig gaman að þessu. Auðveldar leikreglur og virkilega skemmtilegt plot þegar maður þarf að hafa puttann á púlsinum.

  6. Einkunn 5 af 5

    Íris

    Spil sem kemur skemmtilega á óvart! Mikið hlegið (og smá grátið þegar kom í ljós að draugurinn var ekki réttur kall)

  7. Einkunn 4 af 5

    Ísak Jónsson

    Einfalt spil til að spila með ungum krökkum. Gengur út á minnisleik og rugling. Fín skemmtun en eldri krakkar hafa kannski minni áhuga á því.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;