Í Splitter þurfið þið að hópa tölum saman til að skora stig — tveir tvistar, þrír þristar, og svo framvegis — en þú þarft að setja tvær tölur í einu, svo það gengur ekki alltaf upp.
Hver leikmaður er með sitt skorblað með 44 tómum reitum, með srikalínu yfir miðjuna sem skiptir blaðinu í tvo speglaða helminga.
Í hverri umferð kastar einhver tveimur sex-hliða teningum. Hver leikmaður skrifar svo niðurstöðuna (t.d. 1 og 4) á tóma reiti á blaðinu, þar sem reitirnir verða að spegla hvorn annan. Ef þú setur t.d. 1 í efstu röð, lengst til vinstri, þá þarftu að setja 4 í efstu röð, lengst til hægri.
Eftir 22 teningaköst eru allir reitirnir fullir. Hver stakur 1 — þ.e.a.s. sem er ekki með neinn 1 fyrir ofan og neðan, eða hægra eða vinstra megin — skorar 1 stig; hvert sett af tvistum sem eru hlið við hlið skorar 2 stig; og svo framvegis upp í 6 sexur sem tengjast saman 6 stig. Alltaf gildir reglan að það mega ekki tengjast fleiri en talan segir til um. Sett sem inniheldur stjörnu fær tvöföld stig.
Leikmaðurinn með hæsta skorið sigrar.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar