Skoðað: 24
Verðlaunaspil eftir Alan R. Moon, höfund Ticket to Ride. Ferðast er um Álfheima eftir settum reglum. Heilmikil kænska og oft þarf leikmaður að endurhugsa leiðina sína eftir því hvaða ferðamátar eru á hendi hans.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2014 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
- 1998 Spiel des Jahres – Sigurvegari
- 1998 Meeples’ Choice Award
- 1998 Deutscher Spiele Preis Best Family/Adult Game – 3ja sæti
Sigurður Jón –
Hmmm, Elfenland. Ég veit eiginlega ekki hvar þetta spil á heima. Það er hannað af Alan R. Moon áður en hann gerði hið sígilda lestarspil Ticket to Ride, og það lagði stoðirnar af því spili að mörgu leiti.
Þó að Elfenland geti ekki talist flókið spil þá er það samt mun flóknara en það hefur rétt á að vera.
Þemað er það að þið eruð álfar í nokkurskonar pílagrímsferð þar sem að þið keppist við að heimsækja sem flestar álfaborgir.
Leikmönnum eru úthlutað litlum kubbum sem þeir leggja á vegi á milli borgana og segja til um hvaða ferðamáta þarf að notast við til að komast þangað. Leikmenn hafa einnig á hendi spil sem þeir nota sem ferðapassa á þessum vegum og þurfa að leggja út spil sem að passar saman við kubbana.
Ég veit eiginlega ekki hvort ég geti mælt mjög sterklega með því, að minnsta kosti ekki fyrir yngri leikmenn. Fyrir þá sem spila ticket to ride og langar að prófa eitthvað “nýtt” þá er þetta ágætt.
Það spilast illa með tvem, ágætlega með þrem og best með 4-5 að mínu mati, að því gefnu að menn séu klárir á reglunum.
Leikpeðin eru æði, en þau eru lítil stígvél, mér finnst það rosa ferskt. Borðið lítur skemtilega út, og teikningarnar á spilunum eru handteiknaðar og vinalegar, ég veit ekki afhverju mér dettur alltaf prinsessan og durtarnir í hug þegar ég skoða þau.
Mér líkar ekki hvað maður þarf mikið að vera að hræra í spilunum og vegkubbunum, og stigakubbarnir eru sílendrar sem að eiga það til að rúlla út um allt ef maður rekur sig í þá.
Elfenland er ágætt, það vann til virtustu verðlauna í spilabransanum á sínum tíma ,en það hefur sína galla. Það mætti því eiginlega segja að það sé barn síns tíma.