Fólk elskar að ferðast. Við viljum upplifa nýja menningu, sjá fræga staði með okkar eigin augum, og smakka matseld um víðan völl. Ein af ánægjulegri leiðum til að upplifa nýja borg er einfaldlega að taka göngutúr. En hvert á að labba sv0 öllum líki? Það er til svar!
En Route er flippa-og-skrifa (e. flip-and-write) spil þar sem þið búið til leið um áhugaverðustu staði raunverulegra borga (London, New York, Hong Kong, París, Cairo, og Rio de Janero), auk skáldaðrar borgar sem er full af vísunum fyrir nörda. Hver borg innheldur grunn-gangverk og sérstök gangverk, svo þær eru allar mismunandi í spilun.
Spilunum er ekki snúið við (flippað) af handahófi — í staðinn spilar það ykkar sem á að gera út einu spili, og næstu tveir leikmenn velja hvor eitt spil í leyni. Svo á það ykkar sem er að gera að velja tvö spil og henda hinu. Eftir það notið þið öll hnit og aðrar upplýsingar frá spilunum tveimur til að teikna ferðamennina ykkar og leiðirnar.
Á meðan spilið á sér stað, þá teiknið þið hluta leiðarinnar, og tengið mismunandi ferðamenn við mismunandi staði. Eitt spil er alltaf tíu umferðir. Í lok spilstins mun hver staður á lokaleiðinni gefa ykkur stig. Hvert ykkar sem bjó til áhugaverðustu leiðina sigrar.
Spilið inniheldur sífellda og nokkuð ákafa samvirkni á milli leikmanna, og þið hafið ágætt frelsi til að ákveða og planleggja. Það er fljótlegt í spilun og síbreytilegt, og fær ykkur til að hugsa í sífellu um hvað andstæðingar ykkar vilja gera (og stundum jafnvel gera samninga svo þau spili spilum sem henta þér!).








Umsagnir
Engar umsagnir komnar