Spurninga- og skemmtispil fyrir allra yngstu spilarana. Spilið er sérstaklega ætlað fyrir 2-5 ára og er afskaplega einfalt í notkun. Það örvar orðaforða, ímyndurnarafl, þolinmæði, félagsleg tengsl og svo ótal ótal margt fleira.
Spilið stuðlar að skemmtilegum samverustundum með yngstu snillingunum.
Spurningarnar er einnig hægt að nota í öðrum spurningaspilum. Þá geta yngri spilarar fengið áskorun við hæfi og tekið þátt í leiknum með þeim eldri.
Í kassanum eru yfir 160 spjöld, og skiptast þau í 8 flokka: Spurningar, rímorð, hrós, fjölskyldan, gerðu hljóðið, leikni, litir, og hvað er þetta?
Umsagnir
Engar umsagnir komnar