Escape: The Curse of the Temple

7.960 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 1-5 leikmenn
Spilatími: 10 mín.
Höfundur: Kristian Amundsen Østby

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSF1-60904 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 39

Escape: The Curse of the Temple er samvinnuspil þar sem þið verðið að sleppa út úr musteri sem á hvílir bölvun áður en musterið fellur saman og drepur eitt ykkar eða fleiri, sem veldur því að þið tapið.

Grunnborðið í spilinu er röð með þremur herbergjum, sem hvert sýnir einhver tvö tákn, til dæmis tvö græn peð eða eitt grænt peð og einn rauðan lykil. Þið byrjið í miðjunni — örugga herberginu — og hvert ykkar byrjar með fimm teninga. Hver teningur hefur fimm tákn:

  • Gríma bölvunar: ef þetta tákn kemur, þá er teningurinn tekinn til hliðar.
  • Gullgríma: hvert svona tákn stöðvar tvær grímur bölvunar, hvort sem eru þínar eða einhvers sem er með þér í herbergi.
  • Rauður kyndill eða blár lykill: þessi tákn eru notuð til að komast inn í herbergi, fjársjóði, og virkja gimsteina.
  • Grænt peð, sem er tvisvar á teningnum: þið þurfið þau til að komast á milli herbergja, og til að virkja ákveðna gimsteina.

Escape: The Curse of the Temple er rauntímaspil, þar sem þið kastið teningum og gerið öll í einu. Þið þurfið að fá réttu táknin á teningana til að komast í herbergi, og er þið eruð við opnar dyr, þá getið þið kastað teningnum til að bæta við nýrri flís við þær dyr. Sum herbergi eru með blöndu af rauðum og bláum táknum, og ef þið (mögulega í sameiningu) kastið nógu mörgum rauðum eða bláum táknum þá „finnið“ þið töfragimsteina, og takið þá úr pottinum og á flísina.

Rauntíma-hluti spilsins er styrktur með tónlist sem fylgir spilinu. Á ákveðnum tímapunkti hefst niðurtalning, og ef þið eruð ekki komin aftur í örugga herbergið áður en tíminn rennur út, þá missið þið tening.

Þegar flís hefur verið bætt við, þá getið þið reynt að flýja musterið með því að fara á þá flís, og ná sama fjölda af bláum táknum og fjöldi gimsteina sem enn eru í pottinum. Þannig að þeim mun fleiri gimsteina sem þið finnið, þeim mun auðveldara verður að sleppa úr musterinu. Þegar eitthvert ykkar er sloppinn, þá má það ykkar gefa öðru einn tening. Ef þið sleppið öll áður en þriðja niðurtalningin hefst, þá sigrið þið; ef ekki, þá tapið þið, alveg sama hve mörg ykkar sluppu.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2015 Gra Roku Game of the Year – Tilnefning
  • 2014 Hungarian Board Game Award- Tilnefning
  • 2013 UK Games Expo Best Boardgame – Tilnefning
  • 2013 Spiel des Jahres Game of the Year – Meðmæli
  • 2013 Origins Awards Best Family, Party or Children’s Game – Tilnefning
  • 2013 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
  • 2013 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
  • 2013 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2013 Årets Spill Best Family Game – Sigurvegari
  • 2012 Meeples’ Choice – Tilnefning
Þyngd1 kg
Útgefandi

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Escape: The Curse of the Temple”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;