Uppskriftir af töfrum, galdradrykkjum, töfrakröftum; gamlar bækur fullar af leyndardómum og kraftaverkum. Skyndilega tætist allt upp í óreiðu. Ærsladraugar gera usla í töfraskólanum! Þið þurfið að sameina töfrakrafta ykkar og alla ykkar þekkingu á heimi galdra til að koma draugunum á sinn stað…
Exit spilin eru eins og „Escape room“ í stofunni heima. Með einurð, hópanda og sköpunargleði uppgötvið þið fleiri og fleiri hluti, leysið kóða, gátur og nálgist takmarkið smám saman. Það er líka svolítið óvenjulegt að stundum þarf að merkja, beygla eða klippa hluti í spilinu.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar